Dómsmálaráðherra heimsækir Landhelgisgæsluna
Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra heimsótti nýlega Landhelgisgæsluna. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, tók á móti dómsmálaráðherra, og samstarfsfólki í nýju flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli.
Dómsmálaráðherra kynnti sér fjölbreytta starfsemi Landhelgisgæslunnar og helstu verkefni stofnunarinnar.
Í nýja flugskýlinu var þyrlukostur Landhelgisgæslunnar skoðaður. Einnig heilsaði Guðrún upp á áhöfnina á TF-SIF sem var að undirbúa eftirlitsflug um hafsvæðið umhverfis landið.
Á myndinni eru:
Guðríður Kristjánsdóttir yfirlögfræðingur LHG, Ragna Bjarnadóttir skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu, Höskuldur Ólafsson tæknistjóri, Hinrika Sandra Ingimundardóttir sérfræðingur í dómsmálaráðuneytinu, Auðunn F. Kristinsson framkvæmdastjóri aðgerðarsviðs , Georg Kr. Lárusson forstjóri LHG, Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra, Haukur Guðmundsson ráðuneytisstjóri, Hreinn Loftsson aðstoðarmaður ráðherra, Svanhildur Sverrisdóttir mannauðsstjóri, Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi LHG og Sigurður Heiðar Wiium, yfirflugstjóri.