Hoppa yfir valmynd
14. júlí 2023 Forsætisráðuneytið, Dómsmálaráðuneytið

Ríkisstjórnin styrkir björgunarsveitina Þorbjörn í Grindavík

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu forsætisráðherra og dómsmálaráðherra um að styrkja björgunarsveitina Þorbjörn í Grindavík um 10 milljónir króna. Fjárveitingin er veitt til að efla áframhaldandi starf björgunarsveitarinnar og í viðurkenningar- og virðingarskyni við starfsemina en hún hefur verið í lykilhlutverki undanfarin ár vegna viðvarandi eldsumbrota á svæðinu.

Með þeim eldsumbrotum sem hafa átt sér stað á Reykjanesskaga á undanförnum árum, þar á meðal þeim sem hófust við Litla-Hrút í upphafi þessarar viku, hefur mikilvægi björgunarsveita landsins enn og aftur sannast. Mikið hefur mætt á sjálfboðaliðum björgunarsveitanna, þar með talið í björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík, sem hafa fylgst með gangi mála á gossvæðinu, tryggt lokun svæða þegar við á og stýrt umferð vegfarenda. Mikill fjöldi sjálfboðaliða mannar vaktir á svæðinu hverju sinni, oft og tíðum við krefjandi aðstæður.

Þessi styrkur mun nýtast öllum þeim björgunarsveitarmönnum sem eru að störfum á svæðinu og koma hvaðanæva af landinu og eru þeim færðar þakkir fyrir sitt óeigingjarna starf.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta