Hoppa yfir valmynd
24. júlí 2023 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

HVIN og UTN deila framtíðarhúsnæði í Norðurhúsi

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið, sem frá stofnun hefur haft tímabundna skrifstofuaðstöðu í húsnæði fjármála- og efnahagsráðuneytisins í Arnarhvoli, flytur í haust í framtíðarhúsnæði í Norðurhúsi við Austurbakka.

Leitað hefur verið að húsnæði fyrir ráðuneytið frá byrjun árs 2022 og hefur Húsnæðisnefnd Stjórnarráðsins farið fyrir þeirri vinnu. Vegna hás leigukostnaðar í nágrenni við Stjórnarráðsreitinn var fallið frá áformum um leiguhúsnæði og þess í stað ákveðið að ráðuneytinu yrði fundinn staður í húsnæði í eigu ríkisins. Áætla má að með þessu sparist yfir 50 m.kr. í leigukostnað árlega. Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið mun því flytja í Norðurhús ásamt utanríkisráðuneytinu, en ríkið gerði á síðasta ári samning við Landsbankann um kaup á hluta nýs húsnæðis bankans, svokölluðu Norðurhúsi.

Aðlögun á innra skipulagi hússins fyrir tvö ráðuneyti er þegar lokið. Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið verður staðsett á annarri hæð en utanríkisráðuneytið á fyrstu, þriðju og fjórðu hæð. Þá verða fundarherbergi samnýtt milli ráðuneyta sem og sameiginleg rými sem eru staðsett á fyrstu hæð hússins. Þetta felur í sér talsvert hagræði en stefnt er að því að bæði ráðuneytin hefji störf á nýjum stað í október nk.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta