Hoppa yfir valmynd
26. júlí 2023 Utanríkisráðuneytið

Flugsveit þýska flughersins á Íslandi

Þýsk Eurofighter-þota - myndÞýski flugherinn

Flugsveit þýska flughersins er væntanleg til landsins 26. júlí nk. til æfinga og til að kynna sér aðstæður hér á landi. Um er að ræða sex Eurofighter Typhoon orrustuþotur ásamt þrjátíu liðsmönnum. Áætlað er að flugvélarnar komi til landsins 28. júlí og fari 10. ágúst.

Æfing þýska flughersins er mikilvægur liður í því að efla stöðuvitund og þekkingu á aðstæðum á Íslandi og treystir tvíhliða varnarsamvinnu ríkjanna. Sveitin hefur aðsetur á öryggissvæðinu í Keflavík og mun æfa með stjórnstöð Atlantshafsbandalagsins á Keflavíkurflugvelli. Landhelgisgæsla Íslands annast í umboði utanríkisráðuneytisins framkvæmd verkefnisins í samvinnu við Isavia. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta