Hoppa yfir valmynd
31. júlí 2023 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Frestun á birtingu ríkisreiknings fyrir árið 2022

Birting ríkisreiknings fyrir árið 2022 frestast fram í ágúst 2023. Á undanförnum árum hefur verið unnið að innleiðingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla fyrir ríkissjóð. Í ríkisreikningi fyrir árið 2022 verður flokkun ríkisaðila aðlöguð að flokkun Hagstofu Íslands og einnig verður tekinn saman samstæða fyrir A- og B-hluta ríkisins. Vinna við þennan hluta innleiðingarinnar og endurskoðun hans hefur reynst umfangsmeiri en gert var ráð fyrir. Vegna þessa frestast birting ríkisreiknings fyrir árið 2022 fram í ágúst eins og áður segir. Með vísan til framangreinds verður ekki hægt að uppfylla skilyrði 56. gr. laga nr. 123/2015, um opinber fjármál, og birta ríkisreikning innan sex mánaða frá árslokum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta