Hoppa yfir valmynd
1. ágúst 2023 Utanríkisráðuneytið

Starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu lögð niður

Starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu verður lögð niður frá og með deginum í dag, 1. ágúst. Fyrirsvar gagnvart Rússlandi og öðrum umdæmisríkjum sendiráðsins færist þar með til utanríkisráðuneytisins.

Utanríkisráðherra tilkynnti 9. júní sl. að frá og með 1. ágúst 2023 yrði starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu lögð niður. Ákvörðunin var tekin í ljósi þess að það samræmist ekki forgangsröðun í utanríkisþjónustu Íslands að starfrækja sendiskrifstofu í Moskvu við núverandi aðstæður.

Fyrirsvar Íslands gagnvart Rússlandi og öðrum umdæmisríkjum sendiráðsins (Armeníu, Belarús, Kasakstan, Kirgistan, Moldóvu, Tadsíkistan, Túrkmenistan og Úsbekistan) færist að svo stöddu til utanríkisráðuneytisins.

Ákvörðun um að leggja niður starfsemi sendiráðsins felur ekki í sér slit á stjórnmálasambandi ríkjanna. Um leið og aðstæður leyfa verður lögð áhersla á að hefja starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu á ný.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta