Hoppa yfir valmynd
3. ágúst 2023 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Morgunverðarfundur um aukna þjónustu við börn

Mennta- og barnamálaráðuneytið boðar til morgunverðarfundar um nýja framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar fyrir árin 2023 til 2027 mánudaginn 14. ágúst kl. 8:30–10:00 í Nauthóli. Á fundinum verða kynntar tillögur að aðgerðum og fyrirkomulagi þjónustu við börn með fjölþættan vanda.

Dagskrá

8:30 Morgunverður
8:45 Ávarp mennta- og barnamálaráðherra
8:55 Framkvæmdaáætlun um barnavernd
        Hlín Sæþórsdóttir, sérfræðingur hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu
9:25 Fyrirkomulag þjónustu við börn með fjölþættan vanda
        Funi Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá Barna- og fjölskyldustofu
        Arnar Haraldsson, ráðgjafi hjá HLH ráðgjöf
9:45 Umræður

Fundurinn er þátttakendum að kostnaðarlausu en skrá þarf þátttöku fyrir 12. ágúst. Hægt er að skrá sig í streymi og fá tengil á streymið sendan fyrir fundinn.

Framkvæmdaáætlunin miðar að því að börn verði í öndvegi í allri nálgun. Hún leggur áherslu á mannréttindi og samfélagsþátttöku barna og að hver og ein aðgerð í áætluninni taki mið af öllum börnum óháð kynþætti, þjóðerni, trú, lífsskoðun, fötlun og kynhneigð. Nánari upplýsingar um framkvæmdaáætlunina er að finna í samráðsgátt stjórnvalda.

Við undirbúning áætlunarinnar var haft víðtækt samráð við helstu hagsmunaaðila um áherslur og forgangsröðun verkefna. Var þetta í fyrsta sinn sem börn voru þátttakendur í samráði við undirbúning framkvæmdaáætlunar á sviði barnaverndar. Litið var sérstaklega til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Þingsályktunartillaga um framkvæmdaáætlunina verður lögð fyrir Alþingi í haust.

Síðasta sumar skipaði Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, stýrihóp um fyrirkomulag þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Hópurinn mun brátt skila tillögum sínum til ráðherra sem verða einnig kynntar á fundinum. Þeim er ætlað að tryggja að börn hafi aðgang að viðeigandi úrræðum þegar þeirra er þörf.

Uppfært 08.08.23 kl. 14:55

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta