Hoppa yfir valmynd
17. ágúst 2023 Forsætisráðuneytið

Álitsgerð Lagastofnunar varðandi þjónustu við einstaklinga sem misst hafa réttindi sem umsækjendur um alþjóðlega vernd

Lagastofnun Háskóla Íslands hefur skilað forsætisráðuneytinu álitsgerð um samspil ákvæða útlendingalaga og laga um félagsþjónustu sveitarfélaga hvað varðar þjónustu við einstaklinga sem misst hafa réttindi sem umsækjendur um alþjóðlega vernd.

Niðurstaða álitsgerðarinnar er að „dvalarsveitarfélagi er ekki rétt að synja einstaklingi um fjárhagsaðstoð af þeirri einu ástæðu að réttindi hans sem umsækjanda um alþjóðlega vernd hafi fallið niður á grundvelli skerðingarreglu 8. mgr. 33. gr. laga nr. 80/2016 [um útlendinga]. Þess í stað ber dvalar­sveitarfélagi, að höfðu samráði við hlutaðeigandi stjórnvöld ríkisins, að taka afstöðu til þess hvort og að hvaða marki hlutaðeigandi eigi rétt til fjárhagsaðstoðar frá því á kostnað ríkissjóðs á grundvelli 15. gr. laga nr. 40/1991 [um félagsþjónustu sveitarfélaga] og reglna nr. 520/2021, meðan viðkomandi dvelur á landinu í kjölfar endanlegrar synjunar á umsókn um alþjóðlega vernd.“

Forsætisráðuneytið óskaði eftir að Lagastofnun tæki saman álitsgerð þar sem tekin yrði afstaða til þess hvort ákvæði 33. gr. útlendingalaga komi í veg fyrir að hlutaðeigandi geti notið réttar til fjárhagsaðstoðar frá dvalarsveitarfélagi á kostnað ríkissjóðs samkvæmt 15. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Ljóst er samkvæmt álitsgerðinni að ákvæðið kemur ekki í veg fyrir að sveitarfélög veiti þá aðstoð.

Álitsgerð Lagastofnunar Háskóla Íslands

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta