Opið fyrir umsóknir í Sviðslistasjóð
Sviðslistaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki til starfsemi atvinnusviðslistahópa 2024/25. Umsóknarfrestur er til 2. október 2023 kl. 15:00.
Í umsókn er beðið um lýsingu á verki, gildi þess, feril listamanna og rökstudda fjárhags- og tímaáætlun. Hafi umsækjandi hlotið styrk úr sjóðnum áður, verður umsókn aðeins tekin til umfjöllunar ef framvinduskýrslu/lokaskýrslu hefur verið skilað vegna fyrri verkefna.
Athugið að umsókn í Sviðslistasjóð getur gilt sem umsókn fyrir þátttakendur í launasjóð sviðslistafólks (listamannalaun). Á vef Sviðslistasjóðs eru umsóknar- og skýrsluform, matskvarði, áherslur stjórnar, lög og reglugerð og leiðbeiningar um gerð umsókna.
Umsóknarfrestur er til 2. október 2023 kl. 15:00. Umsækjendur eru hvattir til að skila umsóknum tímanlega. Fyrirspurnir skal senda á: [email protected]
Sviðslistasjóður starfar samkvæmt lögum um sviðslistir 2019 nr 165. Niðurstaða umsókna liggur að jafnaði fyrir í byrjun árs.
Sjá einnig:
Opið er fyrir umsóknir til listamannalauna 2024
Opið fyrir umsóknir í Hljóðritasjóð