Hoppa yfir valmynd
19. ágúst 2023 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Staða verkefnisstjóra vegna undirbúnings að stofnun þjóðaróperu laus til umsóknar

Menningar- og viðskiptaráðuneytið auglýsir eftir verkefnisstjóra til að vinna að undirbúningi að stofnun þjóðaróperu.

Verkefnisstjórinn hefur aðsetur í menningar- og viðskiptaráðuneytinu og vinnur með undirbúnings- og ráðgjafanefnd að fjölþættum undirbúningi vegna stofnunar þjóðaróperu Starfið er tímabundið til eins árs.

Helstu verkefni:

  • Vinna að undirbúningi að stofnun þjóðaróperu, m.a. stefnumótun, mótun innviða og samningagerð í samráði við ráðuneyti, undirbúnings- og ráðgjafanefnd og aðra hagaðila.
  • Gerð verkefna-, tíma- og fjárhagsáætlunar.
  • Undirbúningur að lagasetningu.

Hæfniskröfur:

  • Afburðagóð þekking á óperustarfsemi, bæði íslenskri og alþjóðlegri.
  • Reynsla af mismunandi tegundum óperuverkefna og fagleg þekking á sviðslistum.
  • Listræn þekking og sýn á uppbyggingu og framtíð óperustarfsemi á Íslandi.
  • Viðtæk verkefnastjórnunarreynsla og reynsla af áætlanagerð.
  • Reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur.
  • Framúrskarandi samskiptahæfni.
  • Sjálfstæð vinnubrögð.
  • Menntun sem nýtist í starfi.

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins hafa gert.

Umsóknum skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá og kynningarbréf á íslensku þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur fyrir starfið. Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um.

Umsóknarfrestur er til og með 15. september 2023. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknum skal skilað inn gegnum Starfatorg.

Nánari upplýsingar veitir Snorri Jónsson, mannauðsstjóri [email protected]

Sjá einnig: 

Þjóðarópera: Ráðgjafaráð og verkefnisstjóri undirbúa stofnun

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta