Farsældarþing – ný staðsetning vegna mikillar aðsóknar
Mennta- og barnamálaráðuneytið minnir á Farsældarþing mánudaginn 4. september. Skráðir þátttakendur á staðnum eru nú vel á sjöunda hundrað. Vegna mikillar aðsóknar hefur þingið verið fært í Hörpu. Opið er fyrir skráningar til og með 28. ágúst.
Þátttakendur sem settir voru á biðlista í sumar eru nú allir komnir að. Þátttakendur sem ekki geta mætt á staðinn geta fylgst með þinginu í streymi og skráð sig til þátttöku í hópvinnu á netinu. Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig.
Á Farsældarþingi eiga fagfólk, þjónustuveitendur, stjórnvöld, börn og aðstandendur víðtækt samtal um farsæld barna og er þingið mikilvægur liður í stefnumótun og áætlanagerð þegar kemur að innleiðingu laga um farsæld barna.
Framsaga fyrir hádegi verður túlkuð á táknmáli á staðnum og í streymi.