Hoppa yfir valmynd
6. september 2023 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Kynning á úthlutun styrkja Orkusjóðs 2023

Úthlutun Orkusjóðs á almennum styrkjum sem veittir verða til orkuskipta árið 2023 verður kynnt fimmtudaginn 7. september kl.15.

Hægt verður að fylgjast með kynningunni í beinu streymi á vef Stjórnarráðsins.

Styrkir Orkusjóðs eru liður í aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum og orkuskiptum og eru styrkflokkar í samræmi við stefnu stjórnvalda um að styðja við orkuskipti á landsvísu. Áhersla er lögð á vistvæna orkunýtingu, sem og að styðja við orkuskipti í samgöngum um land allt. Styrkveitingar þessa árs nema um 900 milljónum kr. og hefur aldrei verið meiri ásókn í styrki sjóðsins.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, ávarpar fundinn og Haraldur Benediktsson, stjórnarformaður Orkusjóðs, kynnir úthlutanir sjóðsins.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta