Hoppa yfir valmynd
8. september 2023 Innviðaráðuneytið, Mennta- og barnamálaráðuneytið, Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Reynslunni ríkari – málþing um skólamál

Samband íslenskra sveitarfélaga, mennta- og barnamálaráðuneytið, innviðaráðuneytið og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið boða til málþings um skólamál 30. október kl. 9:30–15:30 á Hilton Reykjavík Nordica. Á málþinginu verða kynntar niðurstöður úttektar á þróun skólastarfs og þjónustu við börn frá því að grunnskólar fluttust frá ríki til sveitarfélaga. 

Í tilefni þess að 25 ár voru liðin frá yfirfærslu grunnskóla til sveitarfélaga árið 2021 stóð Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir skólaþingi undir yfirskriftinni Farsælt skólastarf til framtíðar. Á þeim tímamótum undirrituðu þrír ráðherrar ásamt formanni stjórnar sambandsins viljayfirlýsingu um samstarf um framkvæmd úttektar á þróun skólastarfs og þjónustu við börn í því skyni að geta hagnýtt reynsluna frá yfirfærslu grunnskólans við innleiðingu nýrrar menntastefnu stjórnvalda til 2030, nýrra laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna og aðgerða í byggðaáætlun um skólaþjónustu, starfsþróun og þverfagleg landshlutateymi.

Niðurstöður úttektarinnar liggja nú fyrir verða til umfjöllunar á málþinginu. Þar verður fókus settur á þann lærdóm sem úttektaraðilar telja að draga megi af þessu stærsta yfirfærsluverkefni til þessa, af samskiptum ríkis og sveitarfélaga, af eftirfylgd með yfirfærslunni, lærdóm og reynslu sem hagnýta má til þess að bæta bæði aðferðafræði og samskipti ríkis og sveitarfélaga þegar kemur að innleiðingu stórra stjórnvaldsákvarðana eða samningaviðræðna um ný yfirfærsluverkefni.

Nauðsynlegt er að skrá sig á málþingið. Það verður í streymi og upptaka gerð aðgengileg á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga að því loknu.

 

Uppfært 12.10.23 kl. 14:03

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta