Hoppa yfir valmynd
13. september 2023 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Hugverkastofan opnar stafræna gátt fyrir einkaleyfisumsóknir

Hugverkastofan hefur opnað stafræna gátt þar sem hægt að sækja um einkaleyfi á Íslandi með rafrænum skilríkjum. Með opnunni er nær öll þjónusta Hugverkastofunnar orðin stafræn og unnt að sækja um öll helstu hugverkaréttindi í iðnaði á vef stofnunarinnar, hugverk.is. Á vefnum er einnig hægt að sækja um skráningu vörumerkja og hönnunar og skila ýmsum öðrum erindum á rafrænt.

Í gáttinni er hægt að sækja um landsbundin einkaleyfi á Íslandi, staðfestingu á evrópskum einkaleyfum (EP staðfestingar) og viðbótarvottorð vegna lyfjaeinkaleyfa (SPC-vottorð), bæði á íslensku og ensku. Ísland er fjórða landið til að innleiða kerfið en það er íslensk útgáfa af Front Office umsóknagáttinni sem þróuð er af Evrópsku einkaleyfastofunni.

Gáttin er opin öllum sem eru með íslensk rafræn skilríki eða smartkort frá Evrópsku einkaleyfastofunni. Veitt einkaleyfi veita almennt einkarétt til 20 ára á hagnýtingu tæknilegrar uppfinningar í atvinnuskyni. Umsókn sem lögð er inn á Íslandi gildir aðeins hér á landi en hægt er að nota hana til að skapa rétt í öðrum löndum með því að nýta forgangsrétt samkvæmt alþjóðasamningum.

Nánari upplýsingar er að finna í frétt Hugverkastofu um áfangann.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta