Lyf án skaða - málþing 5. október
Landspítali stendur fyrir málþingi um skynsamlega endurskoðun lyfjameðferðar fimmtudaginn 5. október næstkomandi. Málþingið er liður í alþjóðlega gæðaátakinu; Lyf án skaða sem hófst hér á landi árið 2020. Á málþinginu verður sjónum beint að vaxandi tíðni fjöllyfjameðferðar og mikilvægi þess að móta sameiginlega sýn og verklag um góðar venjur við ávísanir lyfja til að sporna við þessari þróun. Aðalfyrirlesari er Dr. Emily G McDonald sem er þekkt fyrir rannsóknir sínar á nýjum leiðum til að auka gæði lyfjameðferðar og hefur birt yfir 100 vísindagreinar um gæði í heilbrigðisþjónustu.
Málþingið er styrkt af heilbrigðisráðuneytinu, embætti landlæknis, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Sjúkrahúsinu á Akureyri, Lyfjastofnun, Læknafélagi Íslands, Lyfjafræðingafélagi Íslands og Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga sem ásamt Landspítala standa að gæðaátakinu Lyf án skaða hér á landi.