Hoppa yfir valmynd
18. september 2023 Heilbrigðisráðuneytið

Ráðherra úthlutar styrkjum til fjölbreyttra gæða- og nýsköpunarverkefna

Upplýsingaöryggi - mynd

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur úthlutað 55 milljónum króna til 18 verkefna á sviði gæða- og nýsköpunar í heilbrigðisþjónustu. Verkefnin hafa öll að markmiði að bæta þjónustu við notendur og stuðla að greiðara aðgengi með stafrænum lausnum.

Gæða- og nýsköpunarstyrkir til verkefna í heilbrigðisþjónustu eru veittir árlega. Í ár var annars vegar lögð áhersla á verkefni sem stuðla að jafnari aðgengi almennings um land allt að almennri og sérhæfðri heilbrigðisþjónustu, líkt og fjallað er um í aðgerð A5 í stefnumótandi byggðaáætlun til ársins 2036 og hins vegar verkefni til að hrinda í framkvæmd tillögum viðbragðsteymis heilbrigðisráðuneytisins um bráðaþjónustu á landsvísu. Vandaðar umsóknir bárust um styrki til fjölbreyttra verkefna. Við mat á þeim var m.a. horft til þess að verkefnin hefðu skýran ávinning fyrir heilbrigðisþjónustuna og þann hóp sem þjónustan beinist að. Í meðfylgjandi yfirliti eru upplýsingar um verkefnin sem hlutu styrk og í hverju þau felast.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta