Hoppa yfir valmynd
19. september 2023 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra stýrði umræðum á leiðtogafundi um heimsmarkmiðin

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, hið 78. í röðinni, var sett formlega í höfuðstöðvum samtakanna í New York í dag. Leiðtogafundi um heimsmarkmiðin var fram haldið en leiðtogar heims hafa samþykkt yfirlýsingu um að hraða aðgerðum til að ná heimsmarkmiðunum fyrir 2030. 

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stýrði ásamt Filipe Nyusi, forseta Mósambík, hluta leiðtogafundarins þar sem fjallað var um mikilvægi þess að efla fjölþjóðasamvinnu til að styðja við aðgerðir til að ná heimsmarkmiðunum, fylgja þeim eftir og endurskoða. Forsætisráðherra lagði áherslu á skuldbindingar Íslands til að ná settum markmiðum og ítrekaði mikilvægi alþjóðasamvinnu til að takast á við alþjóðlegar áskoranir.

Fyrr í dag flutti forsætisráðherra opnunarræðu á hliðarviðburði um velsældarhagkerfið á vegum norskra stjórnvalda, Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Þar gerði hún grein fyrir velsældaráherslum íslenskra stjórnvalda þar sem horft er til allra sviða samfélagsins. Velsældarhagkerfið sé mun betur til þess fallið til að takast á við loftslagsvandann en það efnahagskerfi sem við búum við í dag.

Þá átti forsætisráðherra fund með Feridun Sinirlioglu, sérstökum skýrsluhöfundi Sameinuðu þjóðanna um stöðuna í Afganistan, en hann mun skila skýrslu sinni um stöðu mannréttinda þar í landi á næstu vikum.

  • Forsætisráðherra stýrði umræðum á leiðtogafundi um heimsmarkmiðin - mynd úr myndasafni númer 1
  • Forsætisráðherra stýrði umræðum á leiðtogafundi um heimsmarkmiðin - mynd úr myndasafni númer 2
  • Forsætisráðherra stýrði umræðum á leiðtogafundi um heimsmarkmiðin - mynd úr myndasafni númer 3

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta