Embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja auglýst laust til umsóknar
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja starfar samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007, með síðari breytingum. Heilbrigðisstofnunin veitir almenna heilbrigðisþjónustu í Heilbrigðisumdæmi Suðurnesja sem nær yfir Suðurnesjabæ, Reykjanesbæ, Grindavíkurbæ og Sveitarfélagið Voga. Þá annast stofnunin starfsnám í heilbrigðisgreinum og starfar í tengslum við háskóla á sviði fræðslumála heilbrigðisstétta og rannsókna í heilbrigðisvísindum.
Helstu verkefni og ábyrgð
Forstjóri ber ábyrgð á að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja starfi í samræmi við lög, stjórnvaldsfyrirmæli og erindisbréf sem ráðherra setur honum. Forstjóri ber ábyrgð á starfsemi og þjónustu stofnunarinnar, að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma sé í samræmi við lög um opinber fjármál nr. 123/2015 og að fjármunir séu nýttir á árangursríkan hátt.Lögum samkvæmt skal forstjóri hafa háskólamenntun og/eða reynslu af rekstri og stjórnun sem nýtist í starfi.
Hæfniskröfur
- Háskólamenntun á framhaldsstigi sem nýtist í starfi er skilyrði.
- Reynsla af rekstri og stjórnun, þ.m.t. mannauðsmál, sem nýtist í starfi er skilyrði.
- Þekking og reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu.
- Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum með áherslu á árangursmiðað samstarf og upplýsingamiðlun er skilyrði.
- Þekking og reynsla á sviði heilbrigðisþjónustu.
- Reynsla af áætlunargerð og innleiðingu nýjunga er skilyrði.
- Reynsla af stefnumótun og skýr framtíðarsýn er skilyrði.
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Kostur er að umsækjandi hafi þekkingu á fjármálum hins opinbera, hafi mjög gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti, góða kunnátta í ensku og kunnáttu í a.m.k. einu Norðurlandamáli.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Utan félaga forstöðumenn hafa gert.
Hæfni umsækjenda verður metin af nefnd, skv. 2. mgr. 9. gr. laga um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007, með síðari breytingum.
Umsóknir með upplýsingum um núverandi starfsheiti umsækjenda ásamt ítarlegum upplýsingum um menntun, fyrri störf, afrit af prófskírteinum og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.
Heilbrigðisráðherra skipar í stöðuna til fimm ára frá 1. mars 2024.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 16.10.2023
Nánari upplýsingar veitir
Ásta Valdimarsdóttir, [email protected]