Hoppa yfir valmynd
25. september 2023 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Loftslagsþolið Ísland: kynning á skýrslu starfshóps – streymi

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skipaði haustið 2022 stýrihóp til að vinna tillögur fyrir gerð Landsáætlunar um aðlögun að loftslagsbreytingum. Hópurinn hefur nú skilað ráðherra tillögum sínum og verða þær kynntar, þriðjudaginn 26. september kl. 14:30 og verður hægt að fylgjast með kynningunni í streymi á vef Stjórnarráðsins.

Tillögur hópsins fela í sér:

  • fjórar forgangsaðgerðir vegna aðlögunar til að vinna að samhliða áætlanagerð
  • tillögu að gerð fyrstu Landsáætlunar um aðlögun að loftslagsbreytingum til fimmtán ára (2025-2039) og fyrstu aðgerðaáætlunar hennar fyrir árin 2025-2029.
  • lista mögulegra aðgerða og mögulega skiptingu aðlögunaraðgerða í flokka út frá fyrirliggjandi stefnugögnum og samráðsferli 2022-2023.

Stýrihópinn skipuðu:

Jens Garðar Helgason, formaður

Anna Hulda Ólafsdóttir, Veðurstofu Íslands

Hrönn Hrafnsdóttir, Reykjavíkurborg (tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga)

Hugrún Elvarsdóttir, Samtök atvinnulífsins

Finnur Ricart Andrason,  Ungir umhverfissinnar

Hópurinn var einnig ráðgefandi fyrir samráðsferli vegna undirbúnings Landsáætlunar, sem fól í sér þrettán vinnustofur með hagaðilum 2022-2023, og var framkvæmt af ráðgjafafyrirtækinu Alta í samstarfi við ráðuneytið. 

 


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta