Hoppa yfir valmynd
26. september 2023 Utanríkisráðuneytið

Markmið ÖSE er að vernda frið

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra ávarpar fund fastaráðs ÖSE. - mynd

Utanríkisráðherra tók þátt í sérstökum fundi fastaráðs Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) sem fram fór í Vínarborg í dag og boðað var til vegna misbeitingar Rússlands á samstöðureglu stofnunarinnar. Bujar Osmani, utanríkisráðherra Norður-Makedóníu, sem nú gegnir formennsku í ÖSE, boðaði til fundarins. 

ÖSE var komið á fót til að vernda frið og öryggi og efla réttlæti og samvinnu, og hefur verið vettvangur samráðs til að auka traust milli aðildarríkja í tæpa hálfa öld. „Undanfarin ár hefur verið markvisst grafið undan þessu samstarfi, ekki síst eftir að Rússar hófu innrásarstríð sitt í Úkraínu sem gengur þvert gegn öllum markmiðum stofnunarinnar,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.

Utanríkisráðherra áréttaði nauðsyn þess að samstaða náist um nauðsynlegar ákvarðanir til að halda stofnuninni gangandi, meðal annars samþykkt fjárlaga stofnunarinnar, sem fulltrúar Rússlands hafa kerfisbundið komið í veg fyrir samstöðu um. 

Framferði Rússlands gerir stofnuninni sífellt erfiðara um vik að sinna grundvallarstarfsemi sinni svo sem á mikilvægum sviðum öryggis-, efnahags- og umhverfismála auk mannréttinda- og lýðræðismála, þar með talið kosningaeftirliti. 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

16. Friður og réttlæti
17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta