Hoppa yfir valmynd
18. október 2023 Utanríkisráðuneytið

Fyrsta verk nýs utanríkisráðherra í embætti

Góð tvíhliða samskipti Íslands og Úkraínu og mikilvægi þess að halda þeim áfram var leiðarstef í samtali Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra og Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu á  símafundi þeirra í dag, sem jafnframt var fyrsta verk Bjarna í embætti utanríkisráðherra.

Með símtalinu undirstrikaði ráðherra stuðning Íslands við Úkraínu vegna árásarstríðs Rússlands í landinu. Notaði ráðherra einnig tækifærið til að lýsa yfir stuðningi við inngöngu Úkraínu í Atlantshafsbandalagið. Þá ræddu ráðherrarnir um nýtt færanlegt neyðarsjúkrahús sem kostað er af íslenskum stjórnvöldum og hannað og framleitt í Eistlandi en til stendur að afhenda sjúkrahúsið í nóvember. 

Í lok samtalsins þakkaði utanríkisráðherra Úkraínu kærlega fyrir þann mikla stuðning sem íslensk stjórnvöld hafa sýnt Úkraínu í verki undanfarin misseri og kom Bjarni Benediktsson því skýrt á framfæri að þeim stuðningi yrði framhaldið af honum í krafti embættis utanríkisráðherra. 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta