Hringrásarhagkerfið í brennidepli á Matvælaþingi 2023
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra boðar til Matvælaþings 2023 sem haldið verður í Silfurbergi í Hörpu 15. nóvember nk.
Hringrásarhagkerfið, í samhengi við nýsamþykkta matvælastefnu til ársins 2040, er meginviðfangsefni þingsins sem er nú haldið í annað sinn.
Á þinginu koma saman undir einu þaki þær fjölmörgu og ólíku starfsgreinar sem koma að framleiðslu, vinnslu og dreifingu matvæla á Íslandi. Þar myndast vettvangur fyrir samræðu milli neytenda, stjórnvalda og framleiðenda um matvæli í hringrásarhagkerfinu.
Gestafyrirlesararnir Ladeja Godina Košir frá Circular Change samtökunum í Slóveníu og Anne Pøhl Enevoldsen frá dönsku matvælastofnuninni munu flytja erindi um innleiðingu hringrásarhagkerfis í matvælaframleiðslu á alþjóðlega vísu.
Einnig verða haldnir örfyrirlestrar og pallborð um afmörkuð efni s.s. nýtingu hráefnis, kolefnisspor og sóun í matvælakeðjunni á Íslandi, framleiðslu sem styður við hringrásarhagkerfið og framtíð matvælaframleiðslu.
Ari Eldjárn mun einnig stíga á stokk á þinginu og fjalla á sinn hátt um hringrásarhagkerfið og þær áskoranir sem þar blasa við okkur í daglegu lífi.
Þingið verður sett klukkan 9:00 og lýkur klukkan 16:00.
Dagskrá Matvælaþings 2023
Fundarstjóri: Brynja Þorgeirsdóttir
8.45 Silfurberg opnar - Léttar veitingar
9.15 Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra setur Matvælaþing 2023
9.30 Anne Pøhl Enevoldsen sviðsstjóri hjá dönsku Matvælastofnuninni
Working with sustainability through food based dietary guidelines
9.55 Léttum sporið í matvælaframleiðslu - Kolefnisspor og sóun í
matvælakeðjunni
- Sveinn Margeirsson, framkvæmdastjóri nýsköpunar og loftlagsmála hjá Brimi
Nauðsynleg innihaldsefni í uppskrift að hringrásarhagkerfi - Jóhannes Urbancic, sérfræðingur á Umhverfisstofnun
Umfang matarsóunar á Íslandi
10.45 Ari Eldjárn - uppistand
10:50 Kaffihlé
11.10 Hafliði Halldórsson, framkvæmdastjóri Icelandic Lamb
Gögn og gæði. Rannsókn á nýtingarhlutfalli lambakjöts og aukaafurða
11.25 Leynast lausnir í leifunum? - Nýting hráefna - engu hent
- Guðmundur Kristján Jónsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs hjá Genís hf
- Kristín Helga Schiöth, verkefnastjóri Líforkugarða
- Magnús Jóhannsson, fagteymisstjóri nýsköpunar og hringrása hjá Landgræðslunni
- Eva Margrét Jónudóttir, verkefnastjóri hjá Matís
11:55 Hádegisverður
13.00 Anna María Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Coolity
Frá jörðu til jarðar
13.15 Hringrás í hverju skrefi - Framleiðsla sem styður við hringrásarhagkerfið
- Anna María Björnsdóttir, verkefnastjóri hjá Lífrænu Íslandi
- Arna María Hálfdánardóttir, markaðsstjóri Örnu
- Helgi Eyleifur Þorvaldsson, Lbhí, formaður starfshóps um eflingu kornræktar
- Jón Trausti Kárason, forstöðumaður vatns og fráveitu hjá Veitum
- Silja Baldvinsdóttir gæðastjóri Arnarlax
13.40 Valdimar Sigurðsson, prófessor við HR
Neytendahegðun og virk smásala
13.55 Neytum, nærumst, njótum – Neytendur
- Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar
- Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur og grænkeri
- Tjörvi Bjarnason, framkvæmdastjóri Matlands
- Þórunn Anna Árnadóttir, forstjóri Neytendastofu
14.20 Ari Eldjárn - uppistand
14.25 Ladeja Godina Košir, stofnandi og framkvæmdastjóri Circular Change
Dynamic world of circular economy principles and sustainable food systems,
offering insights into the future of food systems in Iceland, Slovenia, and the
broader European context
14.50 Birgir Örn Smárason, fagstjóri hjá Matís
Hvað er í matinn árið 2050? – Framtíð matvælaframleiðslu
15.05 Matardiskur komandi kynslóða - Framtíðin
- Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri
- Heiða Kristín Helgadóttir, framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans
- Finnur Ricart Andrason, forseti ungra umhverfissinna
- Steinþór Logi Arnarsson, formaður Ungra bænda
15:30 Samantekt Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra
15.45 Þinglok