Hoppa yfir valmynd
19. október 2023 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra ávarpaði þing Hringborðs Norðurslóða

Forsætisráðherra ávarpaði þing Hringborðs Norðurslóða - myndMynd: Arctic Circle

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti í dag ávarp við opnun þings Hringborðs Norðurslóða – Arctic Circle sem fram fer í Hörpu. Um er að ræða tíunda þing Hringborðs Norðurslóða sem haldið er í Reykjavík.

Forsætisráðherra minnti á að mikilvægi Norðurslóða felist í þeim víðtæku áhrifum sem svæðið hafi á heiminn. Að sama skapi hafi það sem gerist annars staðar í heiminum áhrif á Norðurslóðir. Því skipti það miklu máli, bæði fyrir Norðurslóðir og heimsbyggðina alla, að vinna að friðsælum lausnum og afvopnun í stríðsátökum sem geisa því miður allt of víða.

Forsætisráðherra ræddi einnig um loftslagsmálin og sagði að yfirstandandi ár væri ár hörmunga í loftslagsmálum. Áhrif hamfarahlýnunar séu sjáanleg á Norðurslóðum en samkvæmt nýrri skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar hafa jöklar á Íslandi minnkað um tæplega fimmtung að flatarmáli frá lokum 19. aldar.

„Við erum að horfa upp á bakslag í umræðunni um loftslagsmál, ekki aðeins frá þeim sem afneita loftslagsvísindunum, heldur líka frá öflum sem vilja hægja á loftslagsaðgerðum. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að það komi skýr skilaboð frá COP28 um nauðsyn þess að hverfa frá notkun jarðefnaeldsneytis,“ sagði forsætisráðherra.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta