Hoppa yfir valmynd
19. október 2023 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Veitir Foreldrahúsi styrk

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Berglind Gunnarsdóttir Strandberg, framkvæmdastjóri Foreldrahúss. - mynd

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur veitt Foreldrahúsi styrk að upphæð þremur milljónum króna. Foreldrahús býður upp á ráðgjöf fyrir foreldra, fjölskylduráðgjöf og foreldrahópa, auk sjálfsstyrkingarnámskeiða fyrir foreldra, börn og unglinga. Einnig er boðið upp á stuðningsmeðferð fyrir unglinga í fikti, neyslu og vímuefnavanda.

Foreldrahús sinnir auk þess ráðgjöf vegna fjölbreyttari vanda og má þar nefna einelti, félagslega erfiðleika, vanlíðan, kvíða og hegðunarvanda, auk uppeldisráðgjafar og námskeiða fyrir foreldra sem vilja styrkja sig í uppeldishlutverkinu.

Þá er starfræktur foreldrasími sem opinn er allan sólarhringinn, sjá nánar á vefsíðu Foreldrahúss.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta