Beint streymi: Kynningarfundur verkefnisstjórnar rammaáætlunar
Verkefnisstjórn rammaáætlunar hefur boðar til opins kynningarfundar um viðfangsefni sín. Fundurinn er haldinn í sal Þjóðminjasafns Íslands 25. október kl. 14-15:30, en einnig er hægt að fylgjast með honum í beinu streymi.
Á fundinum mun formaður verkefnisstjórnar rammaáætlunar fjalla um þá virkjanakosti sem eru til umfjöllunar í rammaáætlun og stöðu vinnu verkefnisstjórnar.
Kynntar verða niðurstöður könnunar á viðhorfi Íslendinga til virkjana sem unnin var af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands og Faghópi um samfélagsleg áhrif. Kjartan Ólafsson kynnir.
Þá munu Michaela Hrabalíková og Lilja Laufey Davíðsdóttir sérfræðingar landupplýsinga, hjá Landmælingum Íslands fjalla um hagnýtingu landupplýsingakerfa við vinnu rammaáætlunar.
Upptaka af fundinum verður gerð aðgengileg eftir á.