Hoppa yfir valmynd
23. október 2023 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Minjavernd - staða, áskoranir og tækifæri– streymi frá kynningu á skýrslu starfshóps

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skipaði í janúar 2023, starfshóp til að greina stöðu minjaverndar, tækifæri til umbóta og vinna tillögur að úrbótum út frá þeim niðurstöðum.

Hópurinn hefur nú skilað ráðherra skýrslu sinni sem ber heitið Minjavernd - staða, áskoranir og tækifæri og verður hún kynnt miðvikudaginn 25. október kl. 11:00.

Starfshópinn skipuðu:

Birgir Þórarinsson, formaður

Arnhildur Pálmadóttir

Erna Hrönn Geirsdóttir

Orri Vésteinsson

Vilhelmína Jónsdóttir

Tillögur starfshópsins eru margar og snúa lykiltillögur m.a. að eflingu grunnrannsókna, kortlagningar á minjum og menningarlandslagi og að gert verði átak í að auka áhuga almennings á minjum.  

Starfshópurinn setti sér eftirfarandi markið:

  • Að öðlast innsýn í ástand og vöktun menningarminja á Íslandi og tilgreina þá minjaflokka, minjaheildir og minjastaði sem álitið er að séu í mestri hættu á að glata minjagildi sínu eða tapast að miklu leyti á næstu árum.
  • Staðan: Að draga fram helstu áskoranir við minjavörslu og greina hvar tækifæri til umbóta liggja.
  • Að greina stöðu, þróun og helstu áskoranir hinna tveggja lögbundnu sjóða á sviði menningarminja á tímabilinu 2013-2023, þ.e. Húsafriðunarsjóðs og Fornminjasjóðs.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta