Auglýst eftir umsóknum um styrki úr lýðheilsusjóði
Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr lýðheilsusjóði árið 2024. Umsóknarfrestur er til 15. nóvember næstkomandi. Lýðheilsusjóður starfar á grundvelli laga um landlækni og lýðheilsu og er hlutverk hans að styrkja lýðheilsustarf í samræmi við markmið laganna og stuðla þannig að heilsueflingu og forvörnum.
Heilbrigðisráðherra ráðstafar fé úr lýðheilsusjóði að fengnum tillögum stjórnar sjóðsins og í samræmi við reglugerð um lýðheilsusjóð. Embætti landlæknis annast daglega umsýslu með sjóðnum.
Við úthlutun styrkja að þessu sinni verður áhersla lögð á:
- Aðgerðir sem miða að því að efla geðheilsu
- Aðgerðir sem miða að því að efla félagsfærni
- Aðgerðir sem miða að heilbrigðu mataræði, svefni og hreyfingu
- Áfengis, vímu- og tóbaksvarnir
- Verkefni sem tengjast kynheilbrigði
- Verkefni sem beinast að minnihlutahópum til að stuðla að jöfnuði til heilsu
- Aðgerðir sem stuðla að jafnvægi þéttbýlis og dreifbýlis
Nánari upplýsingar um forsendur fyrir umsóknum um styrki úr lýðheilsusjóði eru á vef embættis landlæknis ásamt aðgangi að rafrænni umsóknargátt.