Hoppa yfir valmynd
1. nóvember 2023 Matvælaráðuneytið

Frumvarp til laga um framleiðendafélög afgreitt úr ríkisstjórn

Frumvarp til laga um framleiðendafélög afgreitt úr ríkisstjórn - myndiStock/Viktor Hladchenko

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra lagði fyrir ríkisstjórn í gær frumvarp til laga um framleiðendafélög og var samþykkt að leggja málið fram sem stjórnarfrumvarp.

Frumvarpinu er ætlað að styrkja stöðu framleiðenda búvara og skapa tækifæri til aukinnar samvinnu og verðmætasköpunar. Í frumvarpinu er lagt til að fyrirtækjum sem eru í eigu eða undir meirihlutastjórn frumframleiðenda verði heimilt að eiga með sér samstarf um afmarkaða þætti líkt og tíðkast í nágrannalöndum.

„Við teljum þetta frumvarp vera lið í því að bæta stöðu bænda. Með skýrt afmarkaðri heimild til samvinnu í samræmi við landbúnaðarstefnu þá sem samþykkt var á Alþingi í vor“ sagði matvælaráðherra.

Í landbúnaðarstefnunni kemur fram að tryggja skuli með löggjöf að innlendir framleiðendur hafi ekki lakara svigrúm til hagræðingar og samstarfs en framleiðendur í nágrannalöndunum. Einkum var horft til Finnlands í þeirri leið sem lögð er til.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta