Hoppa yfir valmynd
2. nóvember 2023 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Ríkiskaup greinir tækifæri til hagkvæmni í innkaupum umhverfisráðuneytisins og stofnana þess

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Sara Lind Guðbergsdóttir, forstjóri Ríkiskaupa. - mynd

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Sara Lind Guðbergsdóttir, forstjóri Ríkiskaupa hafa undirritað samning sem ráðuneytið hefur gert við Ríkiskaup um að vinna gæðamat og ráðgjöf fyrir ráðuneytið og undirstofnanir þess á sviði opinberra innkaupa. Er gæðamatinu ætlað að auka yfirsýn yfir sameiginlegar innkaupaþarfir innan stofnanakerfis ráðuneytisins og greina tækifæri til aukinnar sjálfbærni og hagkvæmni í innkaupum.

Samningurinn felur í sér að Ríkiskaup munu vinna greiningar á innkaupagögnum ráðuneytisins og stofnana þess, með það að markmiði að veita gæðamat á innkaupum, m.a. með ráðgjöf varðandi lög um opinber innkaup og umbætur í rekstri.

„Það eru mikil tækifæri til hagræðingar í opinberum innkaupum. Forystumenn Ríkiskaupa hafa skýra sýn og þekkingu á því sviði. Markmið okkar er einfalt við viljum vinna með stofnuninni til að ná sem bestum árangri og hagkvæmni í innkaupum sem mun nýtast bæði stofnunum ráðuneytisins og skattgreiðendum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Gæðamatið, sem á að liggja fyrir í lok þessa árs, er unnið í tengslum við umbótaverkefni umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytisins við að einfalda skipulag stofnana og fækka þeim. Markmið verkefnisins er að gera stofnanir ráðuneytisins betur í stakk búnar til að mæta umfangsmiklum faglegum og rekstrarlegum áskorunum sem við blasa með enn frekari árangur, skilvirkni og hagræðingu í huga.

 

 


 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta