Greiðslumark mjólkur samþykkt fyrir 2024
Hækkun greiðslumarksins er tilkomin vegna aukinnar sölu mjólkurafurða. Bændum verður heimilt að setja fyrrgreint magn á innanlandsmarkað á næsta ári og fá opinbert lágmarksverð fyrir sem nú nemur tæpum 130 krónum á lítra.
Til að kúabændur hafi svigrúm til að aðlagast, er ákvörðunin tekin og tilkynnt á sambærilegum tíma og á síðasta ári. Sala mjólkurafurða hefur aukist síðustu ár, t.a.m. var greiðslumarkið 144 milljónir lítra árið 2017, 145 milljónir árin 2018-2021, 146,5 milljónir lítra fyrir 2021, 149 milljónir lítra á þessu ári og fer í 151,5 á því næsta.
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra mun gefa út reglugerð vegna greiðslumarksins síðar á árinu og mun hún taka gildi 1. janúar 2024.