Hoppa yfir valmynd
6. nóvember 2023 Innviðaráðuneytið

Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum

Birt hefur verið í samráðsgátt frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010 (tímabundnar uppbyggingarheimildir).

Í frumvarpinu er lagt til að í þeim tilvikum þegar framkvæmdir við uppbyggingu hafa ekki hafist innan sjö ára frá birtingu samþykkts deiliskipulags skuli sveitarstjórn, áður en ákvörðun er tekin um samþykkt byggingaráforma, meta hvort þörf er á að skipulagið verði endurskoðað í heild eða að hluta. Þó er lögð til sú undantekningarregla að sveitarstjórn geti ákveðið að heimila útgáfu byggingarleyfis án þess að framkvæma mat skv. 1. mgr. 1. gr. ef um er að ræða óverulega framkvæmd eða framkvæmd fellur að öllu leyti að markmiðum og forsendum deiliskipulags. 

Töluvert ójafnvægi hefur einkennt íbúðamarkaðinn undanfarna áratugi þar sem miklar sveiflur hafa verið í bæði húsnæðisverði og byggingu íbúða. Hefur það meðal annars leitt af sér mikinn framboðsskort á íbúðum undanfarin ár. Í ljósi þessa hafa stjórnvöld og fulltrúar heildarsamtaka á vinnumarkaði lagt mikla áherslu á umbætur á húsnæðismarkaði. Hafa nokkrir starfshópar verið myndaðir sem hafa skilað tillögum til stjórnvalda að aðgerðum til að auka framboð á íbúðum og bæta stöðu á húsnæðismarkaði. Meðal þess sem kallað hefur verið eftir eru umbætur á skipulagslöggjöf sem bæti stöðu sveitarfélaga til að knýja á um framgang samþykkts deiliskipulags og draga þannig úr hættu á töfum á uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í samræmi við deiliskipulag.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum