Auglýsing um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á ostum og unnum kjötvörum frá Bretlandi
unnum kjötvörum frá Bretlandi.
Með vísan til sérstaks samnings milli Íslands, Noregs, Liechtenstein og Bretlands um viðskipti með
landbúnaðarvörur, á grundvelli 65. gr. B búvörulaga nr. 99/1993 og 12. gr. tollalaga nr. 88/2005 og
til reglugerðar um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á ostum og unnum kjötvörum frá
Bretlandi nr. 1175/2023, er hér með auglýst eftir umsóknum um tollkvóta fyrir eftirfarandi
innflutning á landbúnaðarvörum, upprunnum í Bretlandi og með upprunavottorð þaðan fyrir tímabilið
1. janúar – 31. desember 2024:
|
Vara |
Tímabil |
Vörumagn |
Verðtollur |
Magntollur |
Úr tollskrárnr. |
|
|
kg |
% |
kr./kg |
Úr 0406 |
Ostur og ystingur (*) |
01.01. - 31.12.24 |
11.000 |
0 |
0 |
0406 |
Ostur og ystingur |
01.01. - 31.12.24 |
19.000 |
0 |
0 |
1602 |
Annað kjöt, hlutar af dýrum, blóð eða skordýr, unnið eða varið skemmdum |
01.01. - 31.12.24 |
18.300 |
0 |
0 |
(*) Upprunavörur með vernduðum upprunatáknun (VUT) og/eða verndaðri, landfræðilegri merkingu (VLM) sem fellur undir ið 0406.
(*) Upprunavörur með vernduðum upprunatáknun (VUT) og/eða verndaðri, landfræðilegri merkingu (VLM)
sem fellur undir tollskrárlið 0406.
Berist umsóknir um meira magn innflutnings en auglýstum tollkvóta nemur, skal leita tilboða í
tollkvóta vegna viðkomandi vöruliðar. Berist umsóknir um meira magn innflutnings vara úr vörulið úr
0406(*) en auglýstum tollkvóta nemur skal tollkvótanum úthlutað eftir hlutkesti. Úthlutun er ekki
framseljanleg.
Umsóknar- og tilboðsferli vegna úthlutunar tollkvótans fer fram með rafrænum hætti á vefkerfinu
tollkvoti.is. Nýskráning notenda í vefkerfið fer fram hjá matvælaráðuneytinu. Ef óskað er eftir
nýskráningu notenda skal hafa samband við skrifstofu landbúnaðar í síma 545-9700 eða eða á
[email protected]. Sjá tengla fyrir nánari upplýsingar um vefkerfið og leiðbeiningar.
Opnað verður fyrir umsóknir á tollkvoti.is; þriðjudaginn 14. nóvember 2023 og skulu umsóknir berast
fyrir kl. 23.59, þriðjudaginn 21. nóvember 2023.
Matvælaráðuneytinu, 14. nóvember 2023.