Heilbrigðisþing 2023 í streymi
Heilbrigðisþing 2023 fer fram í Hörpu í dag. Hægt er að fylgjast með í beinu streymi á síðu þingsins. Dagskráin er afar metnaðarfull og með norrænu og alþjóðlegu yfirbragði. Þingið fer fram á ensku og hefur yfirskriftina: „Data and Digitalization: Crafting the Future of Sustainable Healthcare.“ Á dataforhealthcare.is eru allar upplýsingar um dagskrána og fyrirlesarana.
Þetta er sjötta árið í röð sem heilbrigðisráðuneytið efnir til heilbrigðisþings þar sem áhersla er alltaf lögð á að fjalla um mikilvæg málefni sem varða heilbrigðiskerfið og heilbrigðisþjónustu í nútíð og framtíð. Að þessu sinni verður sjónum beint að tækifærunum sem felast í nýtingu margvíslegra heilbrigðisgagna, stafrænnar þjónustu og gervigreindar.