Hoppa yfir valmynd
15. nóvember 2023 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Fundaði í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra og Julie Kozack framkvæmdarstjóri hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. - mynd

Staða og horfur efnahagsmála á heimsbúskapnum voru umræðuefni á fundi Lilju Daggar Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra og Julie Kozack framkvæmdarstjóra hjá
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, í framhaldi af ársfundi sjóðsins sem nýlega fór fram.

Umræðurnar snerust um niðurstöður ársfundarins og mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu til að leysa sameiginleg vandamál. Þeir ræddu einnig hættuna á sundrung og möguleg áhrif
þess á hagkerfi heimsins. Kozack er vel kunnug Íslandi en hún leiddi efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér á landi í kjölfar hruns fjármálakerfisins haustið 2008.

Höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru í Washington D.C. en sjóðurinn er samstarfsvettvangur 190 aðildarríkja á sviði efnahags og peningamála. Ísland var eitt 29 stofnríkja
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins árið 1944.

Starfsemi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins felst einkum í eftirliti með alþjóðahagkerfinu og efnahagslífi einstakra aðildarríkja ásamt ráðgjöf, fjárhagsleg aðstoð og tæknileg
aðstoð við aðildarríkin. Auk þessara þátta hefur verið lögð sífellt meiri áhersla á sérstaka aðstoð við fátækustu aðildarríkin bæði fjárhagslega og tæknilega.

Ráðherra ræddi einnig við Vitas Vasiliauskas sem fer fyrir kjördæmi Norðurlandanna og Eydtrasaltsríkanna innan sjóðsins. Samtarf Norðurlandanna innan sjóðsins nær aftur
til ársins 1952 en Eystrasaltsríkin gengu til liðs við þau árið 1992 eftir að þau hlutu aðild að sjóðnum.

Sjálf starfaði Lilja Dögg Alfreðsdóttir sem ráðgjafi hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum á árunum 2010-2013.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta