Ísland virkur þátttakandi í varnarsamvinnu
Stuðningur við Úkraínu, þróun öryggismála á Norður-Atlantshafi og mikilvægi þessa að efla þátttöku í samstarfi um öryggis- og varnarmál voru meðal þess sem Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra fór yfir í ræðu hjá Varðbergi þriðjudaginn 14. nóvember.
Í ræðunni vék ráðherra að mikilvægi þeirra pólitísku sáttar sem þjóðaröryggisstefnan skapaði um varnarmálin, aðildina að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamninginn við Bandaríkin. Ráðherra lagði áherslu á mikilvægi þess að halda áfram að styðja varnarbaráttu Úkraínu og efla fælingar- og varnargetu Atlantshafsbandalagsins. Huga þyrfti sérstaklega að breyttri stöðu Ísland, Norður-Atlantshafsins og norðurslóða í öryggispólitísku samhengi sem birtist í auknum umsvifum og viðveru bandalagsríkja á svæðinu. Stuðningur Íslands við eftirlit og aðgerðir á Norður-Atlantshafi væru hluti af gagnkvæmum varnarskuldbindingum sem standa þyrfti vel að samhliða aukinni þátttöku og framlögum til fjölþjóðlegrar varnarsamvinnu.
Bjarni gerði vaxandi samstarf Norðurlandanna að umtalsefni og sagði aðild Finnlands og von bráðar Svíþjóðar styrkja varnir Atlantshafsbandalagsins og stórauka öryggi íbúa Norðurlandanna. Í máli sínu fór ráðherra einnig yfir þær áskoranir sem tengjast fjölþáttaógnum og hvernig stjórnvöld hafa unnið að því að mæta þeim innanlands og í samstarfi við önnur ríki. Ræðan í heild sinni.