Hoppa yfir valmynd
16. nóvember 2023 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Stofnanir komi til móts við starfsfólk ríkisins sem býr í Grindavík

Stofnanir komi til móts við starfsfólk ríkisins sem býr í Grindavík  - myndMynd/Grindavíkurbær

Í gildi er neyðarstig Almannavarna fyrir Grindavík og hefur íbúum bæjarins verið gert skylt að yfirgefa heimili sín. Óljóst er hvenær þeir fá að snúa aftur heim. Vegna þessa hefur orðið mikið rask á lífi fólks, margir búa við óvissu og er mikilvægt að þeim gefist færi á að sinna fjölskyldum sínum á þessum erfiðu tímum.

Um 120 íbúar Grindavíkur starfa hjá ríkinu og er þeim tilmælum beint til forstöðumanna ríkisstofnana að koma eins og framast er kostur til móts við starfsfólk sem þarf eða kýs að vera fjarverandi vegna brýnna fjölskylduaðstæðna. Eru stjórnendur því beðnir um að sýna starfsfólki sem á heimili í Grindavík ríkan skilning og þann sveigjanleika sem þarf til að takast á við krefjandi aðstæður. Verði starfsfólki veitt tímabundið launað leyfi ef það þess óskar.

Þar sem óvissan er mikil verður staðan endurmetin fljótlega þegar ljóst verður hvernig mál eru að þróast.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta