Opið samráð um evrópska reglugerð um leiðbeiningar og sjónarmið við að sannreyna eldsneytiseyðslu og losun ökutækja
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið opið samráð um reglugerð sem sett var til nánari útfærslu á reglugerð sambandsins 2019/1242; um leiðbeiningar og sjónarmið um vinnubrögð við að sannreyna eldsneytiseyðslu ökutækja og losun frá þeim. Reglugerðin á við það stjórnvald hvers ríkis sem sér um að sannreyna að raunveruleg eyðsla og losun sé í samræmi við það sem kemur fram í skráningarvottorði ökutækis.
Frestur til að koma að athugasemdum og sjónarmiðum er til og með 15. desember 2023.