Hoppa yfir valmynd
22. nóvember 2023 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið nýr bakhjarl Gulleggsins

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og  Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK – Icelandic Startups. - myndHari

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið er nýr bakhjarl Gulleggsins. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og  Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK – Icelandic Startups, undirrituðu í dag samning til þriggja ára um þátttöku ráðuneytisins sem bakhjarls í Gullegginu.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra: „Til að ná markmiðum okkar í umhverfismálum verðum við að nýta okkar helstu auðlind, hugvitið. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið leggur upp með að nýsköpun, rannsóknir og þróun leiki lykilhlutverk við umskiptin yfir í hringrásarhagkerfi og aðkoma ráðuneytisins að Gullegginu er liður í að styrkja frumkvöðla til góðra verka.“

Gulleggið, sem haldið hefur verið af KLAK – Icelandic Startups í mörg ár, hefur fest sig í sessi sem ein vinsælasta frumkvöðlakeppni á Íslandi og veitt mörgum frumkvöðlum forskot og gott veganesti inn í nýsköpunarumhverfið á Íslandi.  Fjöldi fyrirtækja hefur farið í gegnum Gulleggið og má þar m.a.  nefna ControlantTaktikalMenigaPayAnalytics og Atmonia.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta