Hoppa yfir valmynd
23. nóvember 2023 Heilbrigðisráðuneytið

Svipmyndir frá heilbrigðisþingi

Hátt í 400 manns sóttu heilbrigðisþing sem fram fór í Hörpu í liðinni viku og fjölmargir fylgdust með þinginu í beinu streymi. Þetta er sjötta árið í röð sem heilbrigðisráðherra efnir til heilbrigðisþings þar sem áhersla er lögð á að fjalla um mikilvæg málefni sem varða heilbrigðisþjónustu við landsmenn í nútíð og framtíð. Að þessu sinni var sjónum beint að þeim tækifærum sem felast í nýtingu margvíslegra heilbrigðisgagna, stafrænnar þjónustu og gervigreindar.

Vegna formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni á þessu ári ákvað Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra að tileinka heilbrigðisþingið norrænu samstarfi, enda felst margvíslegur ávinningur í auknu og áframhaldandi samstarfi Norðurlandanna þegar kemur að nýtingu heilbrigðisgagna og stafrænni þróun. Þingið fór fram á ensku og bar yfirskriftina Data and Digitalization: Crafting the Future of Sustainable Healthcare. Fyrirlesarar komu víða að, allir vel þekktir og með yfirgripsmikla þekkingu á þeim viðfangsefnum sem voru í brennidepli á þinginu.

Meðfylgjandi eru svipmyndir frá þinginu og eins er hér hægt að sjá upptöku af þinginu í heild.

Ljósmyndirnar tók Hulda Margrét.

  • Svipmyndir frá heilbrigðisþingi - mynd úr myndasafni númer 1
  • Svipmyndir frá heilbrigðisþingi - mynd úr myndasafni númer 2
  • Svipmyndir frá heilbrigðisþingi - mynd úr myndasafni númer 3
  • Svipmyndir frá heilbrigðisþingi - mynd úr myndasafni númer 4
  • Svipmyndir frá heilbrigðisþingi - mynd úr myndasafni númer 5
  • Svipmyndir frá heilbrigðisþingi - mynd úr myndasafni númer 6
  • Svipmyndir frá heilbrigðisþingi - mynd úr myndasafni númer 7
  • Svipmyndir frá heilbrigðisþingi - mynd úr myndasafni númer 8
  • Svipmyndir frá heilbrigðisþingi - mynd úr myndasafni númer 9
  • Svipmyndir frá heilbrigðisþingi - mynd úr myndasafni númer 10
  • Svipmyndir frá heilbrigðisþingi - mynd úr myndasafni númer 11
  • Svipmyndir frá heilbrigðisþingi - mynd úr myndasafni númer 12
  • Svipmyndir frá heilbrigðisþingi - mynd úr myndasafni númer 13
  • Svipmyndir frá heilbrigðisþingi - mynd úr myndasafni númer 14
  • Svipmyndir frá heilbrigðisþingi - mynd úr myndasafni númer 15
  • Svipmyndir frá heilbrigðisþingi - mynd úr myndasafni númer 16
  • Svipmyndir frá heilbrigðisþingi - mynd úr myndasafni númer 17
  • Svipmyndir frá heilbrigðisþingi - mynd úr myndasafni númer 18
  • Svipmyndir frá heilbrigðisþingi - mynd úr myndasafni númer 19
  • Svipmyndir frá heilbrigðisþingi - mynd úr myndasafni númer 20
  • Svipmyndir frá heilbrigðisþingi - mynd úr myndasafni númer 21
  • Svipmyndir frá heilbrigðisþingi - mynd úr myndasafni númer 22

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta