Konráð aðstoðar fjármála- og efnahagsráðherra
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur ráðið Konráð S. Guðjónsson sem aðstoðarmann.
Konráð er hagfræðingur með B.Sc. gráðu frá Háskóla Íslands og M.Sc. frá Warwick háskóla. Konráð hefur undanfarið hálft ár starfað sem aðalhagafræðingur Arion banka, en hann starfaði einnig hjá Stefni, dótturfélagi bankans, og áður í greiningardeild bankans. Konráð var hagfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands í fjögur ár og starfaði að auki tímabundið sem efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins. Þá hefur hann einnig sinnt kennslustörfum, auk þess að starfa hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands og við þróunarsamvinnu í Úganda og Tansaníu. Konráð er fæddur árið 1988, alinn upp á Vopnafirði og er kvæntur Tinnu Isebarn.
Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir er einnig aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra.