Viðræður innviðaráðherra við framkvæmdastjórn ESB
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, átti fund með Fr. Ekaterini Kavvada, framkvæmdastjóra hjá DG-Defis, skrifstofu málefna varnariðnaðar og geimáætlunar ESB.
Til umræðu var málefni EGNOS kerfisins sem styður við GPS leiðsögukerfið, eykur nákvæmni þess og veitir notendum upplýsingar um áreiðanleika þess við krefjandi aðstæður t.d. við að lóðsa flugvélum við lendingu á flugvöllum með aðstoð GPS. Stofnun geimáætlunar ESB vinnur að því að koma upp þessari þjónustu svo hún sé aðgengileg um allt Ísland. Sigurður Ingi lýsti yfir áhyggjum sínum um tafir á verkefninu og bað um að varaáætlun yrði til staðar sem gæti tryggt þjónustu á tilsettum tíma.
Sigurður Ingi upplýsti einnig um áform, sem kynnt voru í ríkisstjórn, um að óska eftir viðræðum við framkvæmdastjórn ESB um aðild að áætlun ESB um öruggt samskiptakerfi um gervihnetti sem væri á verksviði háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins.