Hoppa yfir valmynd
7. desember 2023 Innviðaráðuneytið

Innviðaráðherra skrifar undir stofnsáttmála Eurocontrol

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Raúl Medina aðalframkvæmdastjóri Eurocontrol (e.Director General) við undirritun stofnsamningsins - myndEurocontrol

Unnið hefur verið að gerð samnings um þátttöku Íslands að alþjóðasamningi um Eurocontrol stofnunina um nokkurt skeið. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, skrifaði undir stofnsáttmála stofnunarinnar í vikunni og með því fær Ísland að undangengnu samþykktarferli íslenskra stjórnvalda fulla aðild að stofnuninni frá og með áramótum 2024-5.

Eurocontrol heldur utan um gagnagrunna yfir flugleiðir í Evrópu, gagnagrunna yfir flugáætlanir og veitir flugleiðsöguþjónustu yfir nokkur Evrópuríki ásamt því að annast námskeið, sinna þjálfun, rannsóknum og þróunarstarfi fyrir flugleiðsögu og flugleiðsögukerfi. Samgöngustofa mun taka þátt í starfi stofnunarinnar auk þess sem þjónusta hennar verður aðgengileg fyrir íslensk stjórnvöld. Þá munu fluggagnagrunnar Isavia tengjast gagnagrunnum Eurocontrol auk þess sem Isavia fær nú aðgang að margvíslegri þjónustu hennar.

  • Innviðaráðherra skrifar undir stofnsáttmála Eurocontrol - mynd úr myndasafni númer 1

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta