Innviðaráðherra skrifar undir stofnsáttmála Eurocontrol
Unnið hefur verið að gerð samnings um þátttöku Íslands að alþjóðasamningi um Eurocontrol stofnunina um nokkurt skeið. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, skrifaði undir stofnsáttmála stofnunarinnar í vikunni og með því fær Ísland að undangengnu samþykktarferli íslenskra stjórnvalda fulla aðild að stofnuninni frá og með áramótum 2024-5.
Eurocontrol heldur utan um gagnagrunna yfir flugleiðir í Evrópu, gagnagrunna yfir flugáætlanir og veitir flugleiðsöguþjónustu yfir nokkur Evrópuríki ásamt því að annast námskeið, sinna þjálfun, rannsóknum og þróunarstarfi fyrir flugleiðsögu og flugleiðsögukerfi. Samgöngustofa mun taka þátt í starfi stofnunarinnar auk þess sem þjónusta hennar verður aðgengileg fyrir íslensk stjórnvöld. Þá munu fluggagnagrunnar Isavia tengjast gagnagrunnum Eurocontrol auk þess sem Isavia fær nú aðgang að margvíslegri þjónustu hennar.