Hoppa yfir valmynd
14. desember 2023 Matvælaráðuneytið

Umsagnarfrestur vegna frumvarps um lagareldi framlengdur til 10. janúar 2024

Umsagnarfrestur vegna frumvarps um lagareldi framlengdur til 10. janúar 2024 - myndiStock/eugenesergeev

Frestur til að senda inn umsagnir eða ábendingar um frumvarp Svandísar Svavarsdóttir matvælaráðherra um lagareldi hefur verið framlengdur til og með 10. janúar 2024.

Í frumvarpinu eru lögð til ný heildarlög um sjókvíaeldi, landeldi og hafeldi. Markmið frumvarpsins er að skapa lagareldi á Íslandi skilyrði til aukinnar verðmætasköpunar með sjálfbæra nýtingu og vistkerfisnálgun að leiðarljósi. Einnig er lögð áhersla á að lagareldi verði stjórnað út frá skilgreindum mælikvörðum sem komi í veg fyrir að greinin hafi neikvæð áhrif á umhverfi sitt, hvort sem er á vistkerfi eða villta stofna. Að auki verði dýravelferð og sjúkdómavarnir með besta hætti á heimsvísu.

Frumvarpið má sjá hér á samráðsgátt.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta