Hoppa yfir valmynd
28. desember 2023 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Áframhaldandi stuðningur við verkefnið Sjúktspjall

Frá undirritun samningsins í Stjórnarráðshúsinu í dag. - mynd

Forsætisráðuneytið og Stígamót hafa gert með sér samning um áframhaldandi stuðning við verkefnið Sjúktspjall. Ráðuneytið styrkir verkefnið um 12 milljónir króna samkvæmt samningnum sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Drífa Snædal, talskona Stígamóta, undirrituðu í dag.

Sjúktspjall er netspjall þar sem ungmenni á aldrinum 13-19 ára geta í trúnaði leitað fræðslu og fengið stuðning um ýmislegt sem tengist samböndum, samskiptum og ofbeldi. Markmiðið er bæði að styðja við þolendur með því að koma þeim út úr ofbeldissamböndum og að aðstoða gerendur við að endurtaka ekki ofbeldið.

Netspjallinu sem er hluti af forvarnarátakinu SJÚKÁST var hleypt af stokkunum í mars 2022 og hafa hundruð ungmenna sótt sér ráðgjöf og stuðning í gegnum spjallið.

Verkefnið styður við forvarnaráætlun meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni ásamt aðgerðaáætlun fyrir árin 2021-2025.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta