Laus störf í mennta- og barnamálaráðuneytinu
Hinn 1. apríl nk. tekur til starfa ný þjónustu- og þekkingarstofnun sem starfar í þágu barna og ungmenna á sviði menntamála. Nýju stofnuninni, Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, er ætlað að styðja skólasamfélagið þannig að öll börn njóti framúrskarandi menntunar og farsældar. Á sama tíma verður greiningarhæfni mennta- og barnamálaráðuneytisins aukin og stjórnsýsla menntamála í ráðuneytinu efld. Miðstöðin hefur störf 1. apríl 2024 og kemur í stað Menntamálastofnunar sem verður lögð niður.
Í tengslum við þessar breytingar auglýsir mennta- og barnamálaráðuneytið eftir starfsfólki í ný störf hjá ráðuneytinu frá 1. apríl 2024. Fram undan eru mörg spennandi og metnaðarfull verkefni þar sem móta þarf ný vinnubrögð og nálgun. Ef þú finnur þig í faglegu og skemmtilegu vinnuumhverfi þar sem starfsfólk brennur fyrir umbótum á sviði menntamála þá gætu þetta verið störf fyrir þig.
Umsóknarfrestur er til 2. janúar 2024.
Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar:
- Sérfræðingur – námsbrautir framhaldsskóla
- Lögfræðingar – stjórnsýsla menntamála
- Sérfræðingur – PISA
- Sérfræðingur – TALIS
- Sérfræðingur – Eurydice
- Sérfræðingur – ytra mat og eftirlit
- Sérfræðingur – greining, fjármál og gagnaumsjón PISA
Nánari upplýsingar um hvert starf má finna á starfatorg.is.