Áramótaávarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti landsmönnum áramótaávarp sitt í kvöld.
Í ávarpinu ræddi forsætisráðherra m.a. um jarðhræringar á Reykjanesi og þær raunir sem íbúar Grindavíkur hafa gengið í gegnum.
Þá fjallaði forsætisráðherra um kjarasamninga framundan og mikilvægi þess að ríki, sveitarfélög og aðilar vinnumarkaðarins taki höndum saman til að tryggja farsæla kjarasamninga sem styðji við verðstöðugleika. Þá fjallaði forsætisráðherra einnig um þær hörmungar sem íbúar á Gaza búa við og áframhaldandi skelfilegar afleiðingar stríðsreksturs Rússlands í Úkraínu.