Hoppa yfir valmynd
10. janúar 2024 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Beint streymi: Stjórnun loftslagsmála og hlutverk loftslagsráða

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og Loftslagsráð hafa boðað til málþings um stjórnun loftslagsmála og hlutverk loftslagsráða. Málþingið verður haldið 11. janúar kl. 13:00 í Grósku, en einnig er hægt að fylgjast með í beinu streymi hér fyrir neðan.

Málþingið er liður í undirbúningi fyrir skipan nýs Loftslagsráðs og snýr sú vinna m.a. að því að styrkja stoðir og efla ráðið.

Á málþinginu verður fjallað um stjórnun loftslagsmála (e. climate governance) og hlutverk loftslagsráða í alþjóðlegu samhengi. Einnig verður farið í gegnum stjórnun, stjórnkerfi og stjórnsýslu loftslagsmála hérlendis og lagalegt hlutverk íslenska loftslagsráðsins innan þess. Þá verða kynntar niðurstöður úttektar á starfsemi ráðsins hingað til og ábendingar varðandi frekari styrkingu á starfsemi þess.

 

Dagskrá:

  • Ávarp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra
  • Strengthening climate governanceThe role of climate councils. Dr. Alina AverchenkovaDistinguished Policy FellowGrantham Research Institute on Climate Change and the EnvironmentLSE
  • Governance and Stakeholder Engagement on Climate PolicyThe Danish Casebased on reflections on the Climate Act 2014 & 2019. Jacob Krog SøbygaardHead of SecretariatThe Danish Council on Climate Change
  • Stjórnun loftslagsmála á Íslandi - hvernig stuðlar löggjöfin að góðum ákvörðunum? Hrafnhildur Bragadóttir lögfræðingur, sérhæfð í umhverfis- og loftslagsrétti
  • Loftslagsráð: greining og ábendingar. Niðurstöður úttektar á starfsemi ráðsins. Ómar H. Kristmundsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ
  • Styrking stjórnsýslu loftslagsmála og Loftslagsráðs. Halla Sigrún Sigurðardóttir skrifstofustjóri, URN

 


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta