Viðburðir í tilefni 80 ára afmælis lýðveldisins
Íslenska lýðveldið fagnar á árinu sem nú er hafið 80 ára afmæli og verður tímamótanna minnst með ýmsum hætti.
Nefnd sem forsætisráðherra skipaði síðastliðið haust hefur unnið að undirbúningi viðburða í tilefni afmælisins. Yfirlit yfir viðburðina er að finna á sérstöku vefsvæði en meðal þeirra eru útgáfa bókar um þjóðhátíðarljóð, hátíð á Hrafnseyri, þjóðhátíð á Þingvöllum, gönguferðir um þjóðlendur og myndræn skráning um lýðveldi og lýðræði. Þann 17. júní, þegar 80 ár eru liðin frá stofnun lýðveldis á Íslandi, verður dagskrá og kórasöngur um allt land.
Vefsvæði vegna viðburða í tilefni 80 ára afmæli lýðveldisins á árinu 2024