Hoppa yfir valmynd
12. janúar 2024 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Situr fund evrópskra félags- og vinnumarkaðsráðherra

Hópmyndataka af ráðherrunum á fundinum. - myndMynd: Evrópuráðið

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, situr nú fund evrópskra félags- og vinnumarkaðsráðherra sem fram fer í Namur í Belgíu. Fundurinn hófst í gærmorgun og lýkur síðdegis í dag. Þá fundaði ráðherra á miðvikudag með félagsmálaráðherra Úkraínu, Oksana Zholnovych, og ræddu þau meðal annars mikilvægi þess að þjóðir heimsins og þar á meðal Ísland haldi áfram sínum mikilvæga stuðningi við Úrkaínu.

Meginefni ráðherrafundarins í gær var hvernig þróa megi áfram hina evrópsku, félagslegu réttindastoð (European Pillar of Social Rights) í ljósi þeirra áskorana sem uppi eru í álfunni og heiminum öllum. Ráðherra tók einnig þátt í málstofu um skort á vinnuafli og leiðir til lausna.

Í dag verður meðal annars rætt um félagslega samheldni og félagslegt réttlæti og hvernig tryggja megi þessa þætti í víðu samhengi, utan Evrópu. Meðal þeirra sem mæta til fundar við ráðherrana er aðalframkvæmdastjóri Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO), Gilbert Houngbo.

Ráðherrafundurinn fer fram í Belgíu þar sem Belgar fara nú með formennsku í Evrópuráðinu.

Af fundi ráðherranna.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta