Hoppa yfir valmynd
16. janúar 2024

Fundur Velferðarvaktarinnar 16. janúar 2024

65. fundur Velferðarvaktarinnar
haldinn í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu og á Teams

16. janúar 2024 kl. 13.15-15.00.

 

1. Skýrslan Staða fatlaðs fólks á Íslandi.

Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu, kynnti nýja skýrslu um stöðu fatlaðs fólks á Íslandi sem unnin var af Vörðu Rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins í samstarfi við ÖBÍ réttindasamtök. Markmiðið með könnuninni var að varpa ljósi á fjárhagsstöðu, heilsu, stöðu á húsnæðismarkaði,  félagslega einangrun, fordóma og stöðu á vinnumarkaði hjá þeim sem eru með 75% örorkumat, eru á endurhæfingarlífeyri eða á örorkustyrk.

Glærur


2. Þingsályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun um aðgerðir fyrir árin 2021–2025.

Sunna Diðriksdóttir, sérfræðingur á skrifstofu jafnréttis- og mannréttindamála í forsætisráðuneytinu, kynnti stöðuna á áætluninni sem samþykkt var á Alþingi í júní 2020. Þingsályktunin felur í sér að komið verði á skipulögðum forvörnum meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni. Forvarnir verði samþættar kennslu og skólastarfi á öllum skólastigum, á frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum, í íþrótta- og æskulýðsstarfi og öðru tómstundastarfi. Hægt er að fylgjast með stöðunni á sérstöku mælaborði inni á vef forsætisráðuneytisins.

Glærur


3. Samantekt af málþingi Velferðarvaktarinnar um húsnæðismál 9. nóvember sl. 

Farið var yfir helstu niðurstöður borðaumræðu sem fram fór á málþinginu. Samþykkt var að senda niðurstöðurnar til innviðaráðherra og formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga með það að markmiði að tekið verði tillit til niðurstaðanna þegar kemur að stefnumótun og ákvörðunartöku varðandi þennan málaflokk.

Samantekt niðurstaða.


4. Jafn aðgangur til íþrótta-, tómstundastarfs og listsköpunar barna.

Formaður barnahóps Velferðarvaktarinnar kynnti ýmis atriði sem verið hafa til umfjöllunar í hópnum þ.m.t. hvort  þátttaka barna í íþróttum sé að auka álag á börn og foreldra, hár kostnaður, jafnt aðgengi, samþætting við skólastarf o.s.frv.

Í umræðum undir liðnum kom m.a. fram að í mennta- og barnamálaráðuneytinu sé verið að endurskoða æskulýðslögin. Áformað frumvarp er nú í samráðsgátt en það felur í sér ný heildarlög um æskulýðs- og frístundastarf til samræmis við Barnasáttamála Sameinuðu þjóðanna og lög um samþættingu þjónustu í þágu barna.

Glærur.

Næsti fundur Velferðarvaktarinnar verður haldinn 12. mars nk.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta